Safnahúsið við Hverfisgötu

Safnahúsið er hús sem stendur við Hverfisgötu 15 í Reykjavík. Það var byggt var á árunum 1906-1908 til að hýsa Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands sem voru þar til langs tíma ásamt Náttúrugripasafni Íslands og Forngripasafninu. Húsið sem teiknað var af danska arkitektnum Johannes Magdahl Nielsen átti upprunalega að vera úr grágrýti eins og Alþingishúsið og átti þak hússins að vera úr kopar. Það þótti hins vegar of kostnaðarsamt þannig að húsið var byggt úr steinsteypu og járnþak kom í stað koparþaks. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 40263 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949