Bankastræti í Reykjavík

Bankastræti (sem áður hét Bakarabrekka, kennd við kornmyllu sem þar stóð lengi) er gata í miðborg Reykjavíkur sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg og á gatnamót við Lækjartorg. Bankastræti heitir eftir Landsbankaútibúi, sem var fyrsta útibú Landsbankans. Landbankinn opnaði þar þann 1. júlí árið 1886. Nokkrum árum áður, eða þann 2. september 1876 var kveikt var á fyrsta götuljósi í Reykjavík, en það stóð hjá Lækjarbrúnni og var steinolíulugt. Almenningssalernið Núllið er svo nefnt vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu og neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar. Það er tvískipt, karla öðrumegin við götuna en kvenna hinumegin, niðurgrafið svo einungis sést stigaopið á yfirborðinu. Salernið hefur verið lagt af en inngangarnir standa ennþá þótt engin starfsemi sé í húsnæðinu neðanjarðar lengur. Í upphafi 20. aldar var Bankastræti ekki einstefnugata og þá var hægt að keyra upp Bankastræti upp að Laugarvegi. En keyrðu menn upp Bankastræti urðu menn annaðtveggja að beygja inn á Ingólfsstræti eða til hægri upp Skólavörðustiginn. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 39675 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929