Á siglingu milli Reykjavík og Akraness með Laxfossi

Þessi ljósmynd sýnir að oft þurftu hermenn og heimamenn að sitja saman í sátt og samlyndi. Hún er tekin af yfirbyggingu skips á siglingu, niður á skut þess þar sem breskir hermenn standa ásamt Íslendingum. Ljósmyndarinn hefur greinilega náð athygli fólksins sem hefur hugsanlega verið á leið yfir Faxaflóa milli Reykjavíkur og Akraness. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008).

Efnisflokkar
Nr: 29797 Ljósmyndari: N. M. Palmer Tímabil: 1930-1949