Vordagur í Hvalfirði

Sjóliðar raða sér upp í stafni breska tundurspillisins Wheatland þegar siglt er inn á herskipalægið við Hvítanes. Það er runninn upp maímánuður 1942. Framundan Wheatland á bakborða (til vinstri á mynd), er breski tundurspillirinn Icarus. Olíuskip er innar á legunni en slík skip fylgdu oftast tundurpillum og minni skipum á siglingunni milli Íslands og Norðvestur Rússlands þar sem skipin skorti nægilega stóra olíutanka til að bera eldsneyti alla leið án áfyllingar í hafi. Botnssúlur ber við ský í austri. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 29768 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949