Tundurspillirinn Ashanti inn á Hvalfirði

Tundurspillirinn Ashanti (G 51) sem sést á þessum myndum sem teknar voru í október 1941, var af svokallaðri ættbálkagerð breskra tundurspilla. Bretar létu smíða fjölda af þessum skipum og skírðu þau eftir hinum fjölmörgu ættbálkum eða þjóðflokkum sem fundust innan breska heimsveldisins. Ashanti ættbálkurinn lifir í Ghana í Afríku. Tundurspillirinn Ashanti háði marga hildi gegn Þjóðverjum til varnar skipalestunum sem sigldu milli Íslands og Norðvestur Rússlands. Hér er Ashanti kominn í öryggið inni á skipalæginu innan við Hvammsvík. Skipið er grimmilega málað í miklum felulitum til að villa um fyrir óvinum. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 29761 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949