Herskip á siglingu
Herskip bandamanna voru illa fallin til þess að stunda siglingar á Norður Atlantshafi og því verr sem norðar dró. Lífið var sérstaklega erfitt um borð í minni herskipum eins og tundurspillum og kovettum. Skipin ultu óskaplega og tóku auðveldlega sjó inn á dekk. Einangrun og hitun um borð var ábótavant. Ísing var hættulegt vandamál í skammdeginu. Olíutankar skipanna voru litlir og mörg skipin því skammdræg nema þeim fylgdi olíuskip til að fylla á tankana á hafi úti. Við þetta bættist síðan almennt reynsluleysi áhafnanna í sjómennsku á norðlægum slóðum. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)
Efnisflokkar
Nr: 29758
Tímabil: 1930-1949