Priestman Club skurðgrafa
Fyrsta skurðgrafan á Íslandi. Priestman Cub skurðgrafan tók til starfa í Garðaflóa á Akranesi 1. júní 1942, síðar í Innri-Akraneshreppi og Borgarfjarðarhéraði. Veturinn 1943-1944 var grafan lánuð Akranesbæ og hún notuð sem bryggju-krani við að landa fiski. Gagnsemi gröfunnar reyndist mikil strax frá fyrsta degi. Hún var keypt til landsins að tilhlutan Þórðar Ásmundssonar, útgerðarmanns á Akranesi og Björns Lárussonar bónda á Ósi í Skilmannahreppi. Grafan stendur hér við fyrstu viðgerðarþjónustu-skemmu Vélasjóðs í Garðaholti á Akranesi. Myndin er líklega tekin um 1980, en grafan var þá í umsjón Karls Auðunssonar fyrsta starfsmanns þjónustunnar. Grafan er nú í geymslu hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Efnisflokkar
Nr: 54252
Tímabil: 1980-1989