Stykkishólmur

Höfðinn á myndinni heitir Mylluhöfði. Hvíta húsið fremst á tanganum sem sparisjóðurinn var í er núna , árið 2004, í eigu Önnu Maríu Rafnsdóttur sem er barnabarn Jóhanns Rafnssonar heiðurborgara Stykkishólms, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Hann vann í sparisjóðnum sem var á neðri hæðinni, en íbúð var uppi. Húsið sem er við hliðina heitir Kúldshús, það hús var flutt úr Flatey á Breiðafirði, fyrst að Þingvöllum í Helgafellssveit og síðan til Stykkishólms. Húsið lengst til vinstri er Hótel Stykkishólmur, sem brann til grunna öðru hvoru megin við 1960.

Efnisflokkar
Nr: 11279 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00376