Gylfi Þórðarson ásamt ungum Skagamönnum.

Akranes Íslandsmeistari í 5 flokki drengja í knattspyrnu 1977. Gylfi Þórðarson (1944-) stjórnarmaður í KSÍ er að afhenda bikarinn sem formaður Mótanefndar KSÍ. Drengurinn sem heldur á skiltinu er Aðalsteinn Víglundsson (1965-), Jakob Halldórsson, Ásgeir Ásgeirsson og lengst til hægri er Jón Leó Ríkharðsson (1965-). Stúlkan sem stendur fyrir aftan Aðalstein Víglundsson og heldur á systur sinni á háhesti heitir Sóley Bergmann Kjartansdóttir og er 11 ára gömul á þessari mynd. Litla systir er Þóranna Hildur Kjartansdóttir. Réttum tíu árum seinna voru gefin saman í Akraneskirkju Þau Sóley og Jón Leó Ríkharðsson (en hann er lengst til hægri á myndinni).

Efnisflokkar
Nr: 3860 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 1970-1979 frh00382