Í tilefni 60 ára afmælis ÍA
Í tilefni 60 ára afmælis ÍA voru 10 einstaklingar sæmdir heiðursmerkjum KSÍ fyrir ómetanlegt starf og stuðning við knattspyrnuna á Akranesi og knattspyrnuhreyfinguna í heild. Aftari röð f.v: Eggert Magnússon, forseti KSÍ, Guðjón Guðmundsson (1931-), Teitur Benedikt Þórðarson (1952-) þjálfari, Guðjón Þórðarson þjálfari og Gísli Gíslason (1955-) hafnarstjóri Faxaflóahafna og f.v. bæjarstjóri á Akranesi. Fremri röð f.v: Andrés Ólafsson fjármálastjóri Akraneskaupstaðar, Haraldur Ingólfsson (1970-) knattspyrnumaður og Ólafur Þórðarson (1965-) þjálfari. Á myndina vantar þá Hörð Helgason og Þröst Stefánsson sem einnig fengu Gullmerkið og Alexander Högnason sem fékk Silfurmerkið.
Efnisflokkar