Donni skorar hjá Rvk úrvali ca 1960

Þessi mynd er frá leik í bæjarkeppni Reykjavíkur og Akraness á Melavellinum 1964. Donni skoraði bæði mörk Skagamanna í 2-0 sigri og skoraði bæði mörkin á nákvæmlega sama hátt, úr aukaspyrnu, efst í markhornið. Það er Gísli Þorkelsson markvörður KR og Reykjavíkurliðsins, sem reynir árangurslaust að verja. Menn sögðu að boltin hefði farið í sama netmörskvan í báðum mörkunum.

Efnisflokkar
Nr: 13576 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1960-1969 oth00850