Knattspyrnuleikur

þessi mynd er tekin af Ólafi Árnasyni ljósmyndara á Akranesi. Hún sýnir Ríkharð Jónsson skora jöfnunarmark Skagamanna í 2-2 leik þeirra gegn úrvalsliði Hamborgar í Þýskalandi. Leikurinn fór fram á malarvellinum á Jaðarsbökkum á Akranesi 30. maí 1954. Það munu hafa verið um 4000 manns sem sáu leikinn en íbúar Akraness voru þá um 3000. Slíkur áhorfendafjöldi, miðað við íbúatölu, mun vera einsdæmi á Íslandi. Ef aðsóknartalan er nærri lagi má gera ráð fyrir að um heimsmet sé að ræða.

Efnisflokkar
Nr: 3848 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 oth00018