Sementsverksmiðjan
Mynd frá 1965, leðjugeymir 5 (líparít og skeljasandur), skriðmót voru notuð, rör með köplum í voru innsteypt í bol, viku seinna voru kaplarnir spenntir í um hálfa lokaspennu til að koma í veg fyrir sprungur í steypu og um 3 vikum seinna voru þeir svo spenntir að fullu og rörin fyllt. Þetta var fyrsta eftirspennta mannvirkið af þessari stærðargráðu, 4.500 m3 geymir, þar sem aðferð þessi var notuð hérlendis. Umsjón með verkinu hafði Gunnar Baldvinsson byggingarverkfræðingur frá Almenna byggingafélaginu í Reykjavík.
Efnisflokkar
Nr: 53348
Tímabil: 1960-1969