Egill Skallagrímsson MB 83

Vélbáturinn Egill Skallagrímsson MB83 var byggður árið 1914. 11, 96 smálestir. Eigandi: útgerðarfyrirtæki Haralds Böðvarssonar. Meðeigendur Haralds nokkur fyrstu árin voru Guðjón Jónsson, Níels Kristmannson og Valdimar Eyjólfsson, allir á Akranesi. Eyleifur Ísaksson á Lögbergi var skipstjóri á Agli um árabil og átti hann þessa mynd á vegg í stofu á heimili sínu. Myndin var gefin Byggðasafni Akraness að honum látnum 1976. (Sr. Jón M. Guðjónsson) Mynd frá Byggðasafni Akraness og nærsveita.

Nr: 30873 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929