Frá Akratorgi

Ýmsir vinnuflokkar, í baksýn Sunnuhvoll t.v. og t. h. Vegamót. Þarna eru menn að hefjast handa við það að búa til svonefnt Akratorg. Þar hét áður — að minnnsta kosti í tali fólks — Skuldartorg, og var kennt við litla, hálfniðurgrafna einbýlishúsið Skuld, sem stóð þar á miðju torgi með sóðalega akvegi allt í kring. Það er einmitt Skuld sjálf sem sést á myndinni, næst til vinstri. Sjálfsagt var húsið brotið niður um það bil dagsparti eftir að þessi mynd var tekin. Jarðýtan á myndinni er nær örugglega TD9 í eigu Verkfæranefndar / Vélasjóðs. Myndin er væntanlega tekinn í ágúst 1943. Stjórnandi Erik Eylands.

Efnisflokkar
Nr: 5235 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1930-1949 ola00592