Þorgerður að hengja upp þvott
Breska hernámsliðið keypti margs konar þjónustu af heimamönnum. Þorgerður Hallmundsdóttir bjó með eiginmanni sínum Arnbergi Stefánssyni og tveim dætrum að Berugötu 10 (Gerðuberg). Hún hafði atvinnu af því að þvo af bresku hermönnunum sem voru virkilegir heimagangar hjá fjölskyldunni. Hér er hún við störf undir þvottasnúrunum. Nærföt hermanna hanga til þerris. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)
Efnisflokkar
Nr: 29774
Tímabil: 1930-1949