Um 1900, Nokkur hús og bryggjur við Lambhúsasund og Bakkatún á Akranesi, Lambhússund, Böðvarshús, Bakki og Thomsenshús. Trébryggja sem liggur út í sjó og árabátur þar fyrir utan. Húsin fjögur hægra megin við miðju talið frá hægri: Íbúðarhús Böðvars Þorvaldssonar og Helgu Guðbrandsdóttur, Böðvarshús (reist 1881), næst kemur verslunarhús Böðvars (reist 1883) og síðan hús sem upphaflega (1911) var byggt sem bakarí að undirlagi Haraldar Böðvarssonar og norsks frænda hans, Sverre Hansen. Húsið lengst t.v. af þessum fjórum var íbúðarhús og hét Deild. Þar mun hafa verið hluti af niðursuðuaðstöðu Skotans John Ritchie á síðari hluta 19. aldar. Húsið sem er lengst t.v. á myndinni mun vera Thomsensverslun, fyrsta verslunarhús á Akranesi. Fyrstu bryggjurnar á Akranesi voru byggðar við Lambhúsasund. Kaupmennirnir Þorsteinn Guðmundsson og Snæbjörn Þorvaldsson byggðu hvor sína bryggjuna framan við verslunarhús sín á árunum 1872 til 1880. Voru það bjálkabryggjur sem ekki mun hafa náð langt í sjó fram og vour teknar upp á haustin því þær þoldu illa vond veður. Thor Jensen keypt land við Steinsvör og reisti þar bjálkabryggju árið 1895. Böðvar Þorvaldsson keypti þá bryggju og flutti yfir í Lambhúsasund þegar Thor flutti búferlum til Reykjavíkur 1899. Sömu mynd má finna á haraldarhus.is nr. 860 og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.