Litlu jólin í barnaskólanum

Þessi mynd er tekin af 7 ára bekk, sem Gígja Gunnlaugsdóttir (1937-) kenndi. Talið frá vinstri: Í "dyraröð" fremst í hvítum kjól, Guðlaug Kristinsdóttir, Þar fyrir aftan Sveinn Oddur Gunnarsson og Bragi Skúlason (1957-). Á næsta borði er Hallfríður Helgadóttir (1957-). Aftast eru Guðrún Ársælsdóttir og Lilja Viðarsdóttir (1957-2007). Í "miðröð" eru fremstar Rikka Mýrdal og Ragnheiður Þórðardóttir. Sitjandi við hliðina á þeim er Matthildur Björnsdóttir (1959-) dóttir Gígju kennara. Þar fyrir aftan eru Þórunn R. Þórarinsdóttir og Svandís Vilmundardóttir (1957-). Á næsta borði eru Páll Leó Jónsson (1957-) og Gunnar Sverrisson (1957-), þar stendur líka lengst til hægri Gunnlaugur Björnsson (1958-) sonur Gígju kennara.

Nr: 17281 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1960-1969 hed00890