Gildran

Daníel Helgi Williamsson (1936-1988) var frá Ólafsfirði. Hann hafði leikið aðalhlutverkið í Gildrunni með Leikfélagi Ólafsfjarðar og þótti gera það með miklum ágætum. Þess vegna var hann fenginn til að leika sama hlutverk hjá Leikfélagi Akraness sem gestur og sýndi glæsileg tilþrif. Daníel stundaði síðan leikaranám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og brautskráðist þaðan vorið 1967. Hann lék nokkur hlutverk hjá LR og starfaði þar jafnframt sem ljósamaður. Daníel hætti alveg að leika á áttunda áratugnum, en um svipað leiti varð hann ljósameistari LR í Iðnó. Daníel fórst í bílslysi á níunda áratug 20. aldar. Leikritið var sýnt á árunum 1962-1963.

Nr: 14869 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1960-1969 arb00943