Óþekktur starfsmaður Sameinaðra verktaka á Straumnesfjalli í svefnskála sumarið 1955. Bandaríska verktakasamsteypan Metcalf, Hamilton, Smith and Beck Companies var ráðin árið 1953 var til þess að leggja veg upp á Straumnesfjall við norðanverða Aðalvík og reisa ratsjárstöð varnarliðsins á fjallsnefinu Skorum nyrst á fjallinu. Byggði í Aðalvík og Sléttuhreppi lagðist af haustið 1952. Þrjár aðrar ratsjárstöðvar voru reistar fyrir varnarliðið á sama tíma á Miðnesheiði, Stokksnesi við Hornafjörð og heiðarfjalli á Langanesi. Byggingarfélögin Sameinaðir verktakar og Reginn hf. tóku við framkvæmdum sem undirverktakar sumarið 1955 en verkefnið færðist til Íslenskra aðalverktaka þegar Sameinaðir verktakar gengu inn í það félag árið 1957. Varnarliðið tók við fyrstu mannvirkjunum á Straumnesfjalli í árslok 1956 og ratsjárstöðin hóf eftirlit með flugumferð í janúar 1958. Starfsemi stöðvarinnar var hætt í sparnaðarskyni sumarið 1960. Byggingarframkvæmdir á Straumnesfjalli fóru að mestu fram að sumarlagi störfuðu þar þá jafnan um 150 – 200 íslenskir iðnaðar- og verkamenn auk nokkurra tuga bandarískara byggingarmanna fyrstu tvö árin. Myndirnar eru teknar sumarið 1955 og sýna byggingarframkvæmdir og íbúðarskála Sameinaðra verktaka á Skorum, nærliggjandi landsvæði og starfsmenn í skemmtiferð í Rekavík bak Látur. Texti: Friðþór Eydal.