Sveinn Björnsson forseti, 1944

Forseti Íslands flytur ræðu þann 30. júlí 1944, fyrir utan Hótel Akraness. Húsin vinstra megin við götuna eru Halldórshús, Hótel Akranes (+ Hoffmannshús), Frón, Reynistaður og Grund ("nýrri" - fjærst). - Hægra megin við götuna sér í gaflinn á Georgshúsi. Nær er garðurinn við Vesturgötu 32 (Haraldarhús) og næst garðurinn við húsið Ráðagerði. - Forsetabíllinn á myndinni sýnist vera sá frægi bíll Sveins Björnssonar sem Ólafur Ragnar Grímsson féll fyrir á sínum æskuárum og nú hefur verið gerður upp.<br><br>Sýning Árna Böðvarssonar 2004

Nr: 8972 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00077