Ás á Vesturgötu

Myndin er tekin fyrir framan húsið Ás á Vesturgötu. Í forgrunni t.v: er tréstampur mikill sem var brunnur frá Setbergi. Húsin tvö sem sést í vinstra megin á myndinni eru Svalbarði nær og Kothús fjær. Hægra megin eru Steinar nær og Dvergasteinn fjær. Bak við Steina sést glitta í Kirkjuhvol, þá nýbyggðan og þar næst eru útihús frá Traðarbakka og Traðarbakkahúsið. Húsið lengst til hægri með bröttu þaki er Kirkjuvellir (sem stóð á lóð sjúkrahússins og svo mögulega Bergsstaðir. Reiðmaðurinn á myndinni er Ellert Jósefsson.

Nr: 20439 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 oth02553