Löndun úr Víkingi Ak 100

Þessa mynd mun Ólafur hafa tekið fyrir Framtak árið 1968. Mynd úr þessari myndasyrpu birtist á bls. 9 í 5.-6. tbl. 20. árg. Framtaks, en það er dagsett laugardaginn 15. júní 1968. Myndin fylgir frétt um löndun úr Víkingi Ak 100. Þar segir: „B.v. Víkingur hefur farið 7 veiðiferðir (togveiðar), það sem af er árinu 1968, 3 landanir í Bremerhaven, Þýzkalandi og 4 landanir á Akranesi, tímabilið 16. janúar til 11. júní. Heildaraflamagn: 1775.704 kg. Heildarverðmæti nálægt 11 1/2 milljón. Af þessu hefur farið til vinnslu á Akranesi 1173.760 kg. (Þar er meðtalinn metafli 511.400 kg 13. maí sl.)

Nr: 19864 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola01082