Laugarnesspítalinn

Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var holdsveikraspítali í Laugarnesi starfræktur á árunum 1898-1943. Húsið stóð á grunni biskupsstofu sem þar stóð áður. Spítalinn var þá stærsta hús sem hafði verið reist á Íslandi­ og hann er stærsta timburhús sem nokkru sinni hefur risið hér á landi. Holdsveikraspítalinn var gerður fyrir 60 sjúkrarúm, en talið er að um aldamótin 1900 hafi um 237 verið holdsveikir á Íslandi. Þegar holdsveikum fækkaði var hluti byggingarinnar tekinn til annarra nota. Spítalabyggingin brann til grunna 7. apríl 1943 Texti af Wikipedia

Nr: 53014 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929