Strand Vb Stathav

Þessi bátur hét V. b Stathav og rak hann upp á Langasand. Flakið varð tilvalin leikvangur fyrir krakkana sem klifruðu um borð. Þessi bátur var frá Siglufirði og bar einkennisstafina SI 21 eins og greina má á einni af myndunum af honum hér. Smíðaár er óvíst en hann var byggður í Noregi og keyptur til Siglufjarðar í lok árs 1924. Hann strandaði eða rak upp hér á Akranesi 12. febrúar 1944 og eru þessar myndir teknar skömmu eftir það. Þann 12. febrúar 1944 gekk skyndilegt ofsaveður yfir hér við land. Voru margir bátar á sjó meðal annars frá Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og Akranesi. Margir lentu í miklum hrakningum, meðal annars bátar Skagamanna. Bátar frá Vestmannaeyjum og Suðurnesjum fórust og varð þetta mikið mannskaðaveður sem lesa má um í blöðum frá þessum tíma. Akurnesingar komu þó allir aftur og enginn þeirra dó

Nr: 48218 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949