Barn leikur sér að leggjum og skeljum

Drengurinn á myndinni er Halldór Einarsson, ljósmyndari, frá Bakka á Akranesi (1926-2009). Myndina tók systir hans Margrét Einarsdóttir, hjúkrunarkona, (1905-1997) Eitt það helsta sem börn léku sér að í gamla daga voru skeljar sem fundust í fjörunni og ýmisleg bein eins og sauðaleggir, völur og kjálkar. Leggirnir og kjálkarnir voru yfirleitt hafðir fyrir hesta og kindavölurnar fé en kýr­völur fyrir kýr. Hornin voru líka vinsæl leikföng. Þau voru oft höfð fyrir sauðfé. Börnin áttu oftast bú einhvers staðar úti við, þar sem þau léku sér í alls konar búskaparleikjum. Texti af heimasíðu Sauðfjárseturs

Nr: 34296 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929