Þorrablót í Bárunni 1951

Þorrablót Kvenfélagsins í samkomuhúsinu Bárunni árið 1951. Vinstra megin við borðið, séð frá ljósmyndara: Nanna („Dúa“) Sigurðardóttir (1922-1989), Anna Sigurðardóttir (1923-2015), óþekktur, óþekktur, Björn Guðmundsson, Þorlákur Ásmundsson (1895-1980), Eva Hommersand Ásmundsson (1906-1990), Ólína Ása Þórðardóttir (1907-2006), Ásdís Ásmundsdóttir (1912-1985) og sennilega Júlíus Þórðarson (1909-1998) (hallar sér aftur og sér í hluta vangasvips hans). Hægra megin við borðið séð frá ljósmyndara: Jóhannes Sigurðsson, Pálína Sigurðardóttir (í Bæ, systir Guðmundu?), Petrea Guðmundína Sveinsdóttir (1885-1954), Ágústa Tómasína Hákonardóttir (1880-1963), Emilía Þorsteinsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir (1904-1998), Ragna Jónsdóttir og Ólafur Frímann Sigurðsson (1903-1991). Fyrir enda borðsins er Helena Halldórsdóttir (1916-2013) og sú sem stendur að baki Helenar er líklega Halldóra Árnadóttir (sjá einnig aðra mynd af þessu borði frá öðru sjónarhorni). Sú sem stendur næst ljósmyndara t.h. við borðið er Guðmunda Sigurðardóttir (1899-1964) Á borðinu lengst t.v. og fjærst og handan við borðið þar sést Haraldur Böðvarsson (1889-1967), Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969), Rannveig Böðvarsson (1924-2005) og Hallgrímur Björnsson (1905-1978) Sama mynd hjá haraldarhus.is nr. 2032

Nr: 34295 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1950-1959