Einar Arnórsson

Einar Arnórsson (1880-1955) var íslenskur hæstaréttarlögmaður og síðasti ráðherra Íslands 4. maí 1915 til 4. janúar 1917. Einar lauk stúdentsprófi við Lærða skólann árið 1901 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar 1899 – 1900.[1] Hann útskrifaðist með próf í lögum frá Kaupmannahafnarháskóla 1906, hlaut heiðursdoktorsnafnbót í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1936 og varð hæstaréttarlögmaður 1945. Hann ritstýrði Fjallkonunni (1907), Ísafold (1919 – 1920), Morgunblaðinu (1919 – 1920), Skírni (1930), Blöndu (1936 – 1939), Sögu (1950 – 1954) og Tímariti lögfræðinga (1951 – 1953). Eftir hann liggja einnig nokkrar bækur um lögfræði og sögu Íslands. Texti af Wikipedia

Nr: 32696 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929