Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson F. á Setbergi við Hafnarfjörð 3. apríl 1825, d. 11. nóv. 1889. For.: Ólafur Stefánsson (f. 3. des. 1792, d. 21. júní 1859) bóndi þar og k. h. Guðrún Gísladóttir (skírð 18. okt. 1799, d. 2. mars 1851) húsmóðir. K. (17. maí 1853) Vigdís Magnúsdóttir Waage (f. 20. sept. 1830, d. 17. febr. 1902) húsmóðir. For.: Magnús Jónsson Waage og k. h. Guðrún Eggertsdóttir. Börn: Kristófer Júlíus (1856), Magnús (1860), Ólafur (1861), Stefán (1864), Guðrún (1868), Þóra (1871). Nam búfræði í Danmörku 1847—1851. Bóndi í Hvammkoti í Seltjarnarneshreppi 1853—1856, Gröf í Skilmannahreppi 1856—1867, Fitjum í Skorradal frá 1867 til æviloka. Alþm. Borgf. 1874— 1880. Texti af Alþingi.is
Efnisflokkar
Nr: 32685
Tímabil: Fyrir 1900