Helgi Thordarson
Helgi Thordarson (1794-1867) biskup yfir Íslandi 1845-1866. Helgi Thordersener frá Arnarhóli í Reykjavík, tók stúdentspróf Bessastöðum 1813 og Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1819. Við barnakennslu í Reykjavík 1819—1820. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1820, Odda 1825. Varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 1835 og bjó í Landakoti. Skipaður 1845 biskup yfir Íslandi og tók við biskupsembættinu 2. sept. 1846. Bjó fyrst í Laugarnesi, en fékk 1850 leyfi til að flytjast til Reykjavíkur, lausn 1866. Á prestskaparárum sínum kenndi hann mörgum skólalærdóm. Kgk. alþm. 1845—1865. Þfm. 1851. Samdi húslestrarbók: Húspostilla (1883). Texti frá Alþingi - Æviágrip
Efnisflokkar
Nr: 32642
Tímabil: Fyrir 1900