F. í Görðum á Akranesi 26. (kb. 25.) sept. 1814, d. 1. jan. 1863. For.: Hallgrímur Jónsson (f. 1. maí 1758, d. 16. sept. 1825) prestur þar og 2. k. h. Guðrún Egilsdóttir (f. 14. febr. 1784, d. 13. mars 1863) húsmóðir. K. 1. (12. júní 1843) Sigríður Pétursdóttir (f. 27. des. 1817, d. 28. febr. 1847) húsmóðir. For.: Pétur Ottesen og k. h. Þórunn Stefánsdóttir Scheving. K. 2. (20. júlí 1850) Margrét Narfadóttir (f. 15. ágúst 1819, d. 14. júlí 1887) húsmóðir. For.: Narfi Erlendsson og k. h. Kristín Ásmundardóttir. Sonur Sveinbjarnar og Sigríðar: Hallgrímur Scheving (1846). Börn Sveinbjarnar og Margrétar: Sigríður (1849), Kristín Helga (1855), Gréta María (1856), Steingrímur Scheving (1859), Sveinbjörn Gestur (1861). Stúdentspróf Bessastöðum 1834. Var fimm ár á Eyvindarstöðum hjá Sveinbirni Egilssyni móðurbróður sínum og kenndi á vetrum, því næst hjá séra Hannesi Stephensen á Ytra-Hólmi. Vígðist 1842 aðstoðarprestur séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn og bjó um hríð í Halakoti. Settur prestur um skeið í Reykjavík í utanför Helga Thordersens biskups. Stofnaði vikublaðið Þjóðólf. Aðstoðarprestur séra Hallgríms Thorlaciusar á Hrafnagili 1855—1860. Fékk Glæsibæ 1860 og hélt til æviloka. Texti af Alþingi.is