Skírnir MB79 á siglingu

Skírnir, síðar MB 79 í eigu HB. Skírnir var smíðaður á Ísafirði árið 1927. Í eigu Haraldar Böðvarssonar & Coí Sandgerði frá nóvemberlokum sama ár. Hafði þá skráningarnúmer GK 515. Árið 1942 var honum "flaggað heim" en þá var hann skráður MB 94. Ljósmyndin er því tekin einhvern tímann á árunum 1927 - 1942. Árið 1946 fékk hann bókstafina AK, en var svo seldur í árslok 1948 til Grindavíkur. Þar hélt hann nafninu. Skipti aftur um eigendur 1955 en var áfram á Suðurnesjum. Talinn ónýtur og afskráður 1966.

Nr: 32429 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949