Sundnámskeið í Miðvogslæk
Miðvogslækur var stíflaður í sjálfboðavinnu við holtið í júní 1925. Kennari var Jóhannes Einarsson frá Svarfholti. Þessi mynd er tekinn eftir námskeið í Miðvogslæk Aftasta röð frá vinstri: Jóhann Guðnason, Jóhannes Einarsson (1877-1969) og Eyjólfur Jónsson þetta voru starfsmenn og tímaverðir. Miðröð frá vinstri: Jón Einarsson, Theobaldur Ólafsson, Aðalsteinn Árnason, Þorvaldur Ellert, Gísli Kristinn Bjarnason (1910-1963) og Bjarni Bjarnason. Fremsta röð frá vinstri: Halldór Jörgensson (1911-1988), Guðjón Friðbjarnarson frá Bakkabæ, Sigurður Einvarðsson frá Marbakka og Björgvin Jörgensson (1915-1999).
Efnisflokkar
Nr: 27790
Tímabil: 1900-1929