Seley SE 210

Þetta skip er þarna í einni af sínum síðustu veiðiferðum. Hét áður Sölvi Bjarnason BA, skuttogari smíðaður hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi árið 1980 og þótti mikið skip. Var í fjölda ára gerður út frá Tálknafirði og Bíldudal. Þessi mynd er tekin í lok febrúar 2001 en þá gekk loðna vestan að og inn í Faxaflóa. Þarna var þá búið að breyta gamla skuttogaranum í nótaskip. Magnús Þór og Friðþjófur Helgason fengu Pétur Þór Lárusson á Akranesi til að sigla með sig út á flóann með hraðbát sem hann átti og hét Háhyrningur. Ef ég man rétt var Seley seld í brotajárn eftir þessa loðnuvertíð.

Efnisflokkar
Nr: 24254 Ljósmyndari: Magnús Þór Hafsteinsson Tímabil: 2000-2009 mth00058