Skátafell

Þessi mynd er tekin við Skátafell, skála Skátafélags Akraness (sem þá mun hafa heitið Skátafélagið Væringjar) við rætur Akrafjalls, skammt frá vatnsþró vatnsveitunnar. Þessi skáli stóð þarna a.m.k. rétt eftir miðjan sjötta áratug síðustu aldar og enn (2007) sér að nokkru móta fyrir umfangi hans í grassverðinum. - Stór steinhella er þarna enn og var hún rétt við og beint fyrir framan aðal- og eina -innganginn í skálann. - Gluggi (auk þessa sem hér sést og þeirra sem voru á framhlið) var á þeim gafli sem snéri að fjalli. - Sjá einnig myndir 24080 og 4360 þar sem stóra "uppstigshellan" sést vel og mynd 20007 sem er tekin við vesturvegginn.

Efnisflokkar
Nr: 24081 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949 bar00382