Sveinameistaramót Íslands
Frá vinstri: Sigurjón Sigurðsson (1947-), óþekktur og óþekktur Sveinameistaramót Íslands var haldið á Akranesi dagana 27. og 28. júlí 1963. Var það í fyrsta sinn sem slíkt mót var haldið hér. Keppendur voru alls 40 frá fimm félögum. Frá ÍA voru fjórir keppendur og var árangur þeirra sem hér segir: 80 m. hlaupi: 1. Sigurjón Sigurðsson (9,5 sek.) og Sigursteinn Hákonarson (10,1 sek.). 200 m. hlaup: 1. Sigurjón Sigurðsson (25,2 sek.) og Sigursteinn Hákonarson (26,1 sel.). Stangastökk: 4. Magnús Magnússon (2,50 m.). Langastökk: 4. Sigurjón Sigurðsson (5,14 m.). 4x100 m. boðhlaup - 2. sveit ÍA (51.1 sek.), í sveitinni voru Sigurjón Sigurðsson, Sigursteinn Hákonarson, Magnús Magnússon og Magnús Oddsson (1947-)
Efnisflokkar
Nr: 30471
Tímabil: 1960-1969