LJóðasamkeppni
Frá vinstri: Aníta Davíðsdóttir, fyrir aftan hana er nafnið óþekkt, Aþena Ragna Júlíusdóttir, Bergþór Snær Elísson, Halldóra Jónsdóttir (1955-) og Ása Katrín Bjarnadóttir. Frá afhendingu viðurkenninga fyrir þáttöku í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins. Það er Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum sem stendur að þessu verkefni og að þessu sinni voru það bókasöfnin á Vesturlandi sem sáu um framkvæmd keppninnar, sem nú var haldin í fimmta sinn. Myndin er tekin á morgunstund Brekkubæjarskóla í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Halldóra Jónsdóttir (1955-) bæjarbókavörður afhenti viðurkenningarnar.
Efnisflokkar