Frá stofnun Ljósmyndasafns Akraness
Helgi Biering Daníelsson (1933-2014) afhendir Sveini Kristinssyni filmumöppur sínar. Myndin er tekin í Safnaskálanum að Görðum. Ljósmyndasafn Akraness var stofnað 28. desember 2002 í tilefni af 60 ára afmæli kaupstaðarins. Fyrsta framlag til safnsins kom frá feðgunum Helga Daníelssyni og Friðþjófi Helgasyni en við stofnun safnsins afhentu þeir hluta af ljósmyndaverkum sínum jafnframt sem undirritað var samkomulag um að þeir afhentu safninu allar ljósmyndir sínar og filmur í fyllingu tímans. Í tengslum við stofnun Ljósmyndasafns Akraness var vefur Ljósmyndasafns Akraness formlega opnaður en á honum eru myndir safnsins gerðar almenningi aðgengilegar sem og öðrum sem nálgast vilja myndir í eigu safnsins.
Efnisflokkar
Nr: 30054
Tímabil: 2000-2009