Glímuflokkur í nafni ÍA
Frá vinstri: Guðmundur Þór Sigurbjörnsson (1920-2012), Gunnar Jörundsson (1915-1992), Sveinn Guðbjarnason (1922-2008), Guðmundur Ó. Guðmundsson (1922-), Einar Vestmann (1918-1971), Sigurður Bjartmar Arnmundsson (1925-1986) ogÞorgeir Guðmundur Ibsen Ibsensson (1917-1999) , sem þá hefur trúlega verið formaður ÍA. Myndin gæti því verið tekin um 1946. Á myndinni er maðurinn, sem er fjórði frá vinstri sagður vera Guðmundur Ó. Guðmundsson. Ég tel það ekki rétt. Mér sýnist þetta vera Reynir Halldórsson,(1924-1977) sonur Halldórs Ólasonar í Grafarholti. Reynir var giftur Jónu Jónsdóttur og áttu heima að Skagabraut 25 og á Hnausum, síðar á Skjaldartröð á Snæsfellsnesi.
Efnisflokkar