Svanir

Álft eða svanur (fræðiheiti: Cygnus cygnus) er stór fugl af andaætt og stærsti fugl Íslands. Hún er sundönd og er alfriðuð enda stofninn ekki stór, þó fer Álftum fjölgandi hér á landi.Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Talning álfta fer fram á Bretlandseyjum og stofnmat árið 2005 sýndi að stofninn hafði stækkað úr um 12.000 fuglar árið 1980 í um 25.000 fugla 2005. Mest eru þetta geldfuglar en talið er að um 2.000 pör, eða 4.000 fuglar verpi hér á landi á hverju ári.Álftir eru jurtaætur sem nærast mest á vatna- og mýrargróðri ásamt því sem þær sækja í tún og eru taldar miklir skaðvaldar af landeigendum. Þær eru hálfkafar og þá oft með afturendann upp í loft þegar þær leita ætis neðan vatnsyfirborðs.Álftin er mjög félagslynd og er venjulega í hópum og þá auðfundnar, nema á varptíma, þá verja hjónin óðal sitt. Álftin verpir um land allt bæði á láglendi og á hálendi og heldur sig við vötn, tjarnir, í mýrum og flóum. Þær gera sér háa dyngju með djúpri skál til að verpa í. Dyngjan er úr ýmsum gróðri sem þær finna í nágrenni við hreiðrið. Eggin eru oftast fjögur til sex. Varp hefst missnemma og fer það eftir því hvort álftirnar eru á láglendi eða hálendi. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 52558 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009