Íslandsmeistarar ÍA árið 2001

2001 - Að loknum leik ÍA og ÍBV á Vestmannaeyjavelli er þeir fyrrnefndu urðu Íslandsmeistarar eftir 2-2 jafntefli í Eyjum. Aftarlega eru m.a. Hjálmur Dór Hjálmsson (aftast t.v.), Kári Steinn Reynisson (opinn munnur, lokuð augu), Guðjón Sveinsson (með húfu aftast t.v.), Ólafur Þór Gunnarsson (sem Kári virðist tala hátt við), Páll Gísli Jónsson (húfufulaus aftast með opinn munn), Andri Lindberg Karvelsson, Baldur Aðalsteinsson (beint neðan undan Andra), Ellert Björnsson, Haraldur Hinriksson og Sturla Gunnlaugsson sem fagnar mjög aftast t.h Framarlega á myndinni eru Hálfdán Gíslason (t.v.), Sturlaugur Haraldsson, Hjörtur Hjartarson (fyrir miðju), Ólafur Þórðarson, þjálfari (fremst fyrir miðju), Gunnlaugur Jónsson (rétt ofan við og hægra megin við Hjört), Sigurður Sigursteinsson (niður undan Pálma), Pálmi Haraldsson (hallar sér að miðju) og Reynir Leósson (sem sömuleiðist "hallast til miðjunnar"). "Í raun var þarna um að ræða hreinan úrslitaleik á milli liðanna en ÍA nægði jafntefli til þess að vinna Íslandsmótið í leiknum sem var í Vestmannaeyjum. - Fyrir leikinn áttu flestir von á því að Vestmannaeyingum tækist að landa titlinum með leik sínum á heimavelli. - Við fórum þó í leikinn með því hugarfari að vinna hann, vitandi það að það getur verið hættulegt fyrir undirmeðvitundina að spila upp á jafntefli. Við byrjuðum leikinn af krafti og komumst fljótlega í 0-2. Eftir það drógum við okkur ósjálfrátt til baka og ÍBV byrjaði að sækja stíft og skoraði fyrra mark sitt rétt fyrir leikhlé og jafnaði síðan snemma í seinni hálfleik. Lokamínúturnar fóru að mestu fram inni í vítateig Skagamanna og var spennan mikil fram á lokaflautið." [Sturlaugur Haraldsson]

Efnisflokkar
Nr: 3768 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009 frh00301