Skógarþröstur
Skógarþröstur (fræðiheiti: Turdus iliacus) er spörfugl af ætt þrasta sem verpir í furu- og birkiskógum og á freðmýrarsvæðum í Norður-Evrópu og Asíu. Skógarþrösturinn lifir aðallega á skordýrum og ormum á varptímanum en á öðrum tímum árs lifir hann mikið á berjum og fræjum. Hreiður þrasta eru oftast í runnum eða á jörðu. Þeir safnast oft saman í stóra hópa að haust- og vetrarlagi. Skógarþrestir verpa sjaldan í Bretlandi og á Írlandi en algengt er að þeir hafi þar vetursetu. Hann er að mestu leyti farfugl en á Íslandi heldur stór hópur þeirra til allt árið. Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 51394
Tímabil: 2000-2009