Staðarkirkja og Snæfellsjökull

Staðarkirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Staðarstaður á Ölduhrygg er prestsetur og kirkjustaður frá fornu fari. Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Maríu guðsmóður og í sókninni voru nokkur bænhús og kirkjur, bæði í Syðri-Görðum og Gaul, fram um siðaskipti. Kirkjan, sem nú stendur á Staðarstað, er steinkirkja, byggð 1942-1945 með forkirkju og turni.

Efnisflokkar
Nr: 51384 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009