Hávella

Hávellan er hánorræn tegund og verpir allt í kringum norðurskautið, þ.e. nyrst í Síberíu, heimskautasvæði Kanada og Alaska, og víða með ströndum Grænlands. Í Evrópu verpir hávellan nyrst í Skandinavíu og eitthvað suður með Noregsströndum. Á Íslandi verpir hún um nær allt land. Á veturna fer hluti stofnins eitthvað suður á bóginn. Stórar vetrarstöðvar eru við strendur Eystrasalts og Norðursjávar. Í Ameríku er hávellan alger farfugl. Vetrarstöðvarnar eru bæði við Kyrrahaf (allt suður til Kaliforníu) og við Atlantshaf (suður til Flórída). Á Íslandi heldur hávellan sig að mestu við strendurnar á veturna. Hávellan er ákaflega algeng. Talið er að vetrarfuglarnir í Eystrasalti einu saman séu um 4 milljónir. Hávellan verpur aðallega við vötn og tjarnir. Á Íslandi er hún gjarnan á hálendinu, ekki síst á Mývatni og nálægum tjörnum. Á veturna halda fuglarnir sig oftast á sjónum allt umhverfis landið. Kollan ein sér um ungauppeldið, en stundum getur kolla tekið að sér fleiri unga en sína eigin. Má þá oft sjá eina eða fleiri kollur með fjölda unga. Texti af Wikipedia

Nr: 51105 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009