Toppskarfur

Toppskarfur (fræðiheiti: Phalacrocorax aristotelis) er sjófugl af ætt skarfa. Hann verpir á sjávarklettum í Vestur- og Suður-Evrópu, Suðvestur-Asíu og Norður-Afríku. Hann hefur oftast vetursetu á svipuðum slóðum og hann verpir, nema þeir fuglar sem verpa allra nyrst. Við Ísland er ein mesta skarfabyggðin við Breiðafjörð en þar voru taldir árið 1975 um 6.600 hreiður og er það einnig aðal varpsvæði hanns. Á veturnar er hann aftur á móti við ströndina um allt vesturland, frá Vestmannaeyjum og Faxaflóann og allt norður fyrir Vestfirði, á Ströndum inn á Húnaflóa. Texti af Wikipedia

Nr: 51082 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009