Í útreiðartúr í Löngufjöru

Löngufjörur kallast skeljasandsfjörur og leirur úti fyrir Eyja- og Miklaholtshreppi. Ná þær frá Hítarnesi vestur að Búðum á Snæfellsnesi. Löngufjörur eru vinsæll staður fyrir hestamenn að ferðast um því hægt er að þeysa um fjörurnar. Öruggara er fyrir ókunnuga að njóta leiðsagnar kunnugra, því að sæta þarf sjávarföllum og fylgjast vel með gangi flóðs og fjöru. Texti af Wikipedia

Nr: 51052 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009