Fýll

Fýll (eða múkki) (fræðiheiti: Fulmarus glacialis) er pípunefur af fýlingaætt og er ein algengasta fuglategund Íslands. Hann er hvítur á höfði, hálsi og að neðanverðu, grár á síðu, stéli og ofan á vængjum og hefur dökkgráa vængbrodda. Augun eru svört og fætur grábleikir. Goggurinn er gulgrár með pípunasir ofaná og ef honum er ógnað spýtir hann illa lyktandi gumsi úr lýsi og hálfmeltum mat á andstæðinginn. Fýlinn er að finna í klettum og björgum allt í kringum landið bæði við sjó og inn á landi, jafnvel marga tugi kílómetra frá sjó á varptímum. Hann er hér á landi mest frá janúar og allt fram í byrjun september en fer eitthvað á flakk á haustin. Fýllinn leita sér ætis bæði á flugi og syndandi, gjarnan kringum fiskiskip í höfnum og við fiskvinnslustöðvar. Aðal fæða hans er fiskur, krabbadýr og úrgangur frá fiskiskipum. Fýllinn hefur sérstaka aðferð til að verja sig þannig að ef þeir eru áreittir spúa þeir lýsi og hálfmeltum matarleifum sem af er megn stækja, svonefnd fýlaspýja. Lýsið kemur úr maganum en ekki úr nefinu eins og margir halda. Fýlar gefa frá sér frekjulegt rámt gagg og rámt “nefmælt” garg. Talið er að fjöldi varppara sé 1-2 milljónir og að á bilinu 1-5 milljónir fugla séu á íslensku hafsvæði yfir veturinn. Fýlar eru með algengustu fuglum landsins og hefur stofninn stækkað jafnt og þétt síðustu tvær aldir eða svo. Fyrrum var töluvert um veiðar á fýlum og sérstaklega sterk hefð var fyrir fýlatekju í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Upp úr 1930 kom upp veiki í mönnum í Færeyjum sem rakin var til fýla, sjúkdóms sem kallast fýlasótt sem vart var í Vestmannaeyjum árið 1939. Varp og ungatímabilið er frá byrjun maí og þangað til um miðjan september. Dvalartími á Íslandi frá miðjum janúar og þangað til um miðjan september. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 51050 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009