Njóli

Njóli (heimula, heimulunjóli eða fardagagras) (fræðiheiti: Rumex longifolius) er stórvaxin fjölær jurt af súruætt. Hann hefur flust til Íslands af mannavöldum og vex í dag einkum í kauptúnum og við sveitabæi. Njóla fjölgar mikið þar sem áburðarríkt ræktarland hefur verið yfirgefið. Blóm njóla eru græn. Plantan var notuð sem lækningajurt og fersk njólablöð eru talin holl. Njóli var notaður sem litunarjurt á Íslandi. Úr blöðum hans fæst grænn og sterkgulur litur. Blöðin á njóla (heimilisnjólablöðkur) kallast fardagakál og voru fyrr á tímum elduð sem kálgrautur og þótti gott að hafa túnsúrur saman við. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 34652 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009