Sigurður Hallbjarnarson HF
Síldarsöltun hjá Sigurði Hallbjarnarsyni hf. Færibandið til hægri flutti síldina út í 30 tonna hráefniskassa, sem var utandyra. Einn starfsmaður gekk svo eftir plönkum yfir aðalfæribandinu til að mata síld í rennur framan við söltunarstúlkur og færibandið til vinstri flutti slóg og úrgangssíld í síló sem voru austanvert á húsinu. Undir þau fóru svo vörubílar sem fluttu úrganginn í síldarverksmiðjuna. Ég held að öruggt sé að þetta hafi verið fyrsta færibandið við síldarsöltun á Akranesi.
Efnisflokkar