Fróði ÍS 454
Af litla vitanum í bakgrunni myndarinnar að dæma, þá er sennilegt að þessi mynd sé tekin í höfninni í Reykjavík. Þetta er sögufrægt skip, Fróði ÍS 454. Hann varð frægur eftir að þýskur kafbátur gerði árás á hann 192 sjómílum SV af Vestmannaeyjumj þann 11. mars 1941. Skipið stórskemmdist, fimm menn létu lífið en sex komust af. Hremmingum Fróða var þó ekki lokið því hann strandaði við Grundarfjörð veturinn 1942 og bar þar beinin. Níu manna áhöfn komst heil í land. Fróði var smíðaður í Englandi árið 1922 og virðist alla tíð hafa átt heimahöfn á Ísafirði eftir að hann var keyptur hingað til lands árið 1925.
Efnisflokkar